top of page
Search


Runnkennt elri til landgræðslu - Fyrri hluti: Almennt
Víða er þörf á að græða upp land á Íslandi. Stundum er talið að hástig landgræðslu sé fólgið í því að búa til skóg eða akra úr örfoka landi. Þar sem þessi pistill er hluti af pistlaröð um tré, skóga og tengd málefni geymum við akrana í þetta skiptið en höldum okkur við ræktun skóga og kjarrs. Stundum, þegar illa farið land er tekið til ræktunar, er byrjað á því að reyna að koma lífi í landið , til dæmis með notkun belgjurta eða endurtekinni áb urðargjöf sem í sumum tilfell
Sigurður Arnarson
1 day ago16 min read


Skógarpöddur
Skógarvistkerfi eru ofiin úr mörgum þáttum. Á þessum vettvangi höfum við mest talað um tré, enda eru þau mest áberandi í skógum. Að auki höfum við fjallað um vatnið í skóginum, jarðveginn, runna og aðrar plöntur, sveppi, bakteríur, skógarfugla og önnur dýr svo fátt eitt sé nefnt. Nú ætlum við sérstaklega að skoða pöddur í skóginum. Þetta umræðuefni hefur áður borið á góma. Við viljum benda áhugasömum á þennan pistil um lífið í skógarmoldinni, tvo pistla um skaðvalda á birki
Sigurður Arnarson
Dec 30, 20257 min read


Hástig líffjölbreytni: Skóglendi
Um langa hríð hefur tegundin maður valdið sífellt hraðari og víðtækari breytingum á vistkerfi jarðar sem að stórum hluta eru óafturkræfar. Því er ekki að undra þótt mikið hafi verið ritað um líffræðilegan fjölbreytileika undanfarin misseri. Hugtakið er nokkuð langt og stirt. Þess vegna hefur það verið stytt niður í líffjölbreytni í seinni tíð. Þrátt fyrir að flestir séu sammála um hnignun líffræðilegrar fjölbreytni virðist ekki vera fullur einhugur um hvernig meta beri ástan
Sigurður Arnarson
Dec 23, 202520 min read


Gamla-Gróðrarstöðin og garðyrkjuskólinn sem aldrei varð
Um aldamótin 1900 var mikil vakning í ræktunarmálum á Íslandi. Þá var reynt að virkja almenning til fjölbreyttrar ræktunar og á þremur stöðum í Eyjafirði eru merkilegir trjáreitir eða -garðar frá þessum tíma. Fyrst ber að nefna Grundarreit sem hefur áður borið á góma og er ótvírætt systurreitur Furulundarins á Þingvöllum, enda stóðu sömu menn fyrir ræktun beggja þessara reita og í sama tilgangi. Hér og hér má sjá pistla þar sem Grundarreit er gert hátt undir höfði. Svo má n
Sigurður Arnarson
Dec 17, 202515 min read


Gráþröstur
Talið er að í heiminum öllum séu til um 90 tegundir þrasta, Turdus spp . Þrjár tegundir þeirra hafa verpt nokkuð reglulega á Íslandi hin síðari ár. Tvær þeirra, skógarþröstur , T. iliacus og svartþröstur , T. merula, teljast til íslenskra fugla enda alveg öruggt að þeir verpa hér á hverju ári. Sú þriðja, gráþrösturinn, T. pilaris , er fyrst og fremst algengur haust- og vetrargestur sem kemur gjarnan í október og nóvember. Flestir fara þrestirnir svo í burtu þegar hinir dæ
Sigurður Arnarson
Dec 10, 202511 min read


Helstu elritegundir
Á Íslandi vaxa nokkrar tegundir af ættkvíslinni Alnus sem á íslensku kallast elriættkvísl. Í fyrri pistlum okkar um ættkvíslina sögðum við frá því að elri og birki er af sömu ætt og tilheyra mjög skyldum ættkvíslum. Jafnvel svo mjög að elrið er talið hafa þróast frá einni grein birkiættkvíslarinnar. Í þeim pistlum sögðum við frá hinu og þessu um elriættkvíslina en í þessum þriðja pistli okkar um elri reynum við að setja fram yfirlit yfir helstu tegundir og hópa innan ættkvís
Sigurður Arnarson
Dec 3, 202516 min read


Strandrauðviður
Spænsku sjómennirnir sigldu meðfram ströndum þessara framandi slóða og horfðu með undrun til lands. Þar blöstu við ótrúlega stór tré og þeir sáu frá hafi að börkurinn var kanilrauður. Þeir kölluðu tréð palo colorado sem getur útlagst sem rauðviður. Þeir skrifuðu niður lýsingar á þessum furðulegu risum. Enginn Spánverji hafði nokkurn tímann séð eitthvað þessu líkt. Þessi sjóferð spænskra landkönnuða var meðfram ströndum Kaliforníu í október árið 1769 og ekki er vitað um eldri
Sigurður Arnarson
Nov 26, 202521 min read


Um nöfn og flokkunarkerfi. Seinni hluti
Þann 19. mars síðastliðinn birtum við pistil um tvínafnakerfið sem vísindasamfélagið notar til að flokka allar lífverur. Auðvitað var kastljósinu fyrst og fremst beint að trjám en í leiðinni sögðum við frá uppruna kerfisins og sögu þess. Við bendum áhugasömum á þann pistil til upprifjunar. Við höggvum nú í sama knérunn og segjum nánar frá þessu kerfi og notkun þess. Einnig kynnum við hugtakið kvæmi og fjöllum um íslenska nafnahefð. Það liggur fyrir að ekki eru allar plöntur
Sigurður Arnarson
Nov 19, 202511 min read


Ástand lands og landlæsi. Seinni hluti: Afneitun
Fyrir viku birtum við fyrri hluta pistils um landlæsi og ástand lands. Í honum sögðum við frá því að rannsóknir hafa verið gerðar sem staðfesta að þótt finna megi fín dæmi um gott ástand vistkerfa sem í sumum tilfellum eru jafnvel í framför er ástand íslenskra vistkerfa almennt ekki þannig að ástæða sé til að hrópa ferfalt húrra fyrir því. Við sögðum líka frá samdaunasýkinni sem verður til þess að fólk, jafnvel í ábyrgðarstöðum, afneitar slæmu ástandi. Forsenda þess að norræ
Sigurður Arnarson
Nov 12, 202520 min read


Ástand lands og landlæsi. Fyrri hluti: Staðan
Á árunum 1991 til 1997 kortlagði hópur manna undir stjórn Ólafs Arnalds jarðvegsrof á Íslandi í tengslum við verkefni sem hlaut nafnið Jarðvegsvernd. Afraksturinn var gefinn út í skýrslu árið 1997 sem heitir Jarðvegsrof á Íslandi. Ári seinna, eða fyrir hartnær 30 árum, hlutu Íslendingar umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs í fyrsta skipti. Verðlaunin voru veitt fyrir þetta verkefni. Síðan hefur furðulítið verið gert með niðurstöðurnar. Til er fólk, jafnvel í ábyrgðarstöðum, sem
Sigurður Arnarson
Nov 5, 202516 min read


Vorboðinn ljúfi
Skógarþröstur, Turdus iliacus , hefur löngum verið með vinsælustu fuglum landsins. Um það vitnar meðal annars fjöldi ljóða og vísa þar sem hann kemur fyrir. Í sumum þessara ljóða skipar fuglinn stóran sess en í öðrum er hann nefndur eins og í framhjáhlaupi. Í þessum pistli segjum við frá því helsta sem tengist fuglinum en við reynum að gera það sem mest frá sjónarhorni skálda. Það er við hæfi að fyrsta mynd þessa pistils sýni skógarþröst að hefja sig til flugs þótt óvíst sé a
Sigurður Arnarson
Oct 29, 202520 min read


Líffjölbreytileiki í skógum
„ Ræktaðir skógar draga úr líffræðilegum fjölbreytileika á Íslandi .“ Margur skógræktarmaðurinn hefur undrast ofangreinda fullyrðingu og aðrar í sama dúr sem stundum er haldið fram af andstæðingum skógræktar á Íslandi. Þessu er jafnvel haldið fram af þeim sem vita að ræktaðir skógar þekja aðeins um hálft prósent landsins. Þar fyrir utan þekja birkikjarr og -skógar um 1,5%. Sá sem þetta skrifar verður reyndar að játa að hann gleðst innilega í hjarta sínu þegar hann heyrir fólk
Sigurður Arnarson
Oct 22, 202524 min read


Vatnsskaði. Um áhrif flóða og vatnsmettunar jarðvegs á tré
Það er kunnara en frá þurfi að segja að flóð vegna stórrigninga eða leysinga eru með algengari þáttum sem flokka má sem stórálag í náttúrunni. Þetta á ekki bara við á Íslandi heldur víða um heim. Í hvert sinn sem við sjáum mórauða læki og ár bera mold til sjávar erum við að horfa upp á hvernig þræðirnir, sem hnýta saman vistkerfin, trosna lítið eitt. Við höfum fjallað um skóga og vatn í nokkrum pistlum og höldum okkur enn við þá þræði. Í fyrri pistlum okkar höfum við meðal a
Sigurður Arnarson
Oct 15, 202513 min read


Hin einmana eik eyðimerkurinnar
Í hinum stóra heimi eru til allskonar tré. Sum eru algeng en önnur eru fágætari. Má sem dæmi nefna að birki verður að teljast algengt, íslenskt tré þótt tegundin þeki aðeins um 1,5% landsins, eða þar um bil. Aftur á móti er blæösp sjaldgæft, íslenskt tré. Hún er samt hreint ekkert sjaldgæf í hinum stóra heimi. Svona er allt afstætt. Við höfum stundum fjallað um tré sem eru sjaldgæf í heiminum. Má nefna sem dæmi pistla um tré sem telja má lifandi steingervinga og finnast aðein
Sigurður Arnarson
Oct 8, 202510 min read


Saga elris
Fyrir fáeinum vikum birtum við pistil um hina ágætu elriættkvísl. Tegundir af þeirri ættkvísl eru gagnlegar í skógrækt, garðyrkju,...
Sigurður Arnarson
Oct 1, 202517 min read


Haust- og vetrarundirbúningur trjáa
Á haustin fer myrkrið að víkja ljósinu á braut og kuldinn sækir á. Þá verða miklar breytingar á gróðri jarðar. Þær ná einnig til trjáa...
Sigurður Arnarson
Sep 24, 202523 min read


Blásitkagreni
Í nokkrum pistlum okkar um grenitegundir, sem ræktaðar eru á Íslandi, höfum við fjallað um tegundir sem ættaðar eru frá Ameríku. Margar...
Sigurður Arnarson
Sep 17, 20257 min read


Svartþröstur
Á Íslandi eru til fuglar sem syngja fallega. Sérstaklega virðist það eiga við um nokkrar tegundir spörfugla sem helst hafast við í skógum. Auðvitað hefur hver og einn sinn eigin smekk hvað fegurð áhrærir en sennilega er á engan fugl hallað þótt því sé haldið fram að frægustu söngröddina eigi svartþrösturinn. Því til sannindamerkis má nefna að hann hefur meira að segja fengið að syngja inn á Bítlaplötu. Svartþrestir eru á Íslandi vegna framtakssemi okkar manna. Við höfum búið
Sigurður Arnarson
Sep 10, 202521 min read


Arnold Arboretum
Eitt af því sem vér Íslendingar gerum svo gjarnan er að fara til útlanda. Þær ferðir má nýta til að víkka sjóndeildarhringinn á einn eða...
Sigurður Arnarson
Sep 3, 20255 min read


Elri. Hjálplegt, gagnlegt og fallegt
Elri eða Alnus Mill. myndar fögur tré í skógum og görðum landsmanna sem halda grænum laufum sínum langt fram á haust. Elriættkvíslin er einnig ein af þeim ættkvíslum sem til greina koma til varanlegra landbóta á Íslandi. Þegar það er ræktað í skógum eða til landgræðslu bætir það jarðveginn fyrir annan gróður. Það tilheyrði flóru landsins stærstan hluta síðustu ísaldar en dó að lokum út og sást ekki aftur fyrr en menn fóru að planta því aftur í litlum í byrjun 20. aldar ( Si
Sigurður Arnarson
Aug 27, 202519 min read
bottom of page

