top of page
Search


Vatnsskaði. Um áhrif flóða og vatnsmettunar jarðvegs á tré
Það er kunnara en frá þurfi að segja að flóð vegna stórrigninga eða leysinga eru með algengari þáttum sem flokka má sem stórálag í náttúrunni. Þetta á ekki bara við á Íslandi heldur víða um heim. Í hvert sinn sem við sjáum mórauða læki og ár bera mold til sjávar erum við að horfa upp á hvernig þræðirnir, sem hnýta saman vistkerfin, trosna lítið eitt. Við höfum fjallað um skóga og vatn í nokkrum pistlum og höldum okkur enn við þá þræði. Í fyrri pistlum okkar höfum við meðal a
Sigurður Arnarson
Oct 1513 min read


Skógar og votlendi
Skógar og votlendi eiga heilmargt sameiginlegt þegar vel er að gáð. Þau eru á meðal mikilvægustu vistkerfa jarðar. Það á ekkert síður við um Ísland en önnur lönd. Þessi vistkerfi tempra vatnsrennsli, draga úr hitasveiflum og minnka hættu á bæði flóðum og þurrkum. Að auki er votlendi undirstaða fjölbreytilegs lífríkis og varðveitir mikið magn næringarefna og kolefnis (Ólafur og Ása 2015). Trettin & Jurgensen (2002) segja að um 18% til 30% kolefnisforðans í efstu 100 cm jarðveg
Sigurður Arnarson
May 2817 min read


Nokkur grunnhugtök um vatn í jarðvegsauðlindinni
Þvert á það sem margur virðist halda er ferskvatn takmörkuð auðlind. Stærsti hluti vatns í heiminum er saltvatn í höfum jarðar. Lætur nærri að 97% vatns sé saltur sjór. Hreint vatn er ekki nema lítill hluti af þessum þremur prósentum sem eftir eru. Það eru fáar þjóðir sem hafa jafn mikið af því og við Íslendingar. Sumt af því er meira að segja frosið í miklum vatnstönkum sem við köllum jökla. Ferskvatnsbirgðir heimsins eru reyndar að mestu geymdar í jöklum en því miður minnka
Sigurður Arnarson
Apr 216 min read


Vatnsmiðlun skóga
Skógar gegna margvíslegu hlutverki í vistkerfum heimsins. Það á að sjálfsögðu einnig við um Ísland, þótt þekja skóga hér á landi sé minni en víðast hvar í heiminum þar sem umhverfisaðstæður eru keimlíkar. Skógar hafa áhrif á loftslag og veðurfar, binda kolefni, skýla landi, tempra áhrif úrkomu og auka þanþol og seiglu vistkerfanna. Er þá aðeins fátt eitt nefnt. Við höfum áður fjallað um ráðgátuna um vatnsflutninga og skóga sem vatnsdælur . Nú er komið að því að segja frá þ
Sigurður Arnarson
Feb 1924 min read


Skógar sem vatnsdælur
Við könnumst eflaust flest við það að þegar hlýjar, suðlægar áttir leika um landið fylgja þeim gjarnan rigningar um sunnanvert landið. Þá getur hitinn á norðan- og norðaustanverðu landinu farið yfir 20°C og sólin bakað lýðinn. Við þekkjum líka norðlægar áttir með skítakulda norðan heiða en björtu og fallegu veðri sunnan þessara sömu heiða þótt hitinn verði ekki mjög hár. Þótt Ísland sé eyja í Atlantshafi getur veðrinu verið misskipt á landinu. Hér eru myndir af tveimur spákor
Sigurður Arnarson
Sep 18, 202411 min read


Fyrr og nú við vatnsleiðslu
Sá merki áfangi varð árið 1977 að stofnuð var hitaveita á Akureyri sem enn starfar. Til að veita Akureyringum yl er vatn leitt með stórri pípu frá borholu á Laugalandi. Ekki voru allir á eitt sáttir með fegurðargildi þessarar löngu pípu. Frægt var á sínum tíma þegar einum bónda þótti vera helst til mikið rót við lagningu leiðslunnar. Setti hann upp skilti sem á stóð: „Norðurverk HF á þessa drullu“. Verktakafyrirtækið Norðurverk er ekki lengur starfandi, en leiðslan er hér enn
Sigurður Arnarson
Sep 4, 20247 min read


Ráðgátan um vatnsflutninga
Hæstu tré á Íslandi eru um 30 metrar á hæð. Þau eiga það sameiginlegt, með öðrum trjám í heiminum, að ræturnar taka upp vatn sem síðan fer um allt tréð og gufar upp út um laufblöðin. Öll þurfa þessi fjölbreyttu austurrísku tré að dæla vatni úr jörðu og upp í krónurnar. Verkefnið getur verið mismunandi erfitt eftir staðsetningu, hita, gerð trjáa og jarðvegs og aðgengi að vatni. Mynd: Sig.A. Talið er að fyrstu landplönturnar hafi orðið til fyrir um 400 milljónum ára. Um þá þróu
Sigurður Arnarson
Mar 15, 202311 min read
bottom of page

