top of page
Writer's pictureIngólfur Jóhannsson

Trjáskeggur - blæðandi birki

Updated: May 26, 2023

Þetta er hann Trjáskeggur sem býr í Kjarnaskógi. Voldug grein sem hann bjó yfir var farin að trufla bílaumferð í skóginum svo hana þurfti að fjarlægja nú á vordögum. Birkitré eru þeim ósköpum gædd að ef greinar eru skertar síðla vetrar og í vorbyrjum rennur safi úr sárunum. Safinn er afar bætiefnaríkur og bragðgóður en honum er oft safnað í ámur og nýttur til heilsubótar, sem svaladrykkur, til víngerðar osfrv. Yfirleitt er reynt að stunda ekki klippingar á birki meðan safatímabilið stendur yfir en reynist það nauðsynlegt er þó sjaldgæft er þó að trén beri varanlegan skaða af. Nokkrar fleiri trjátegundir flokkast í hóp blæðara td hlynur, beyki, lind og álmur.


Trjáskeggur hefur glatt gesti skógarins undanfarna morgna með mikilúðlegum skeggvexti, eftir næturfrostin, sem morgunsólin síðan rakar af þegar hún fer á kreik #TrévikunnarSE









70 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentários


bottom of page