top of page

Tré og girðing vikunnar

Updated: Jun 6, 2023

Tré eru frábær #TrévikunnarSE. Eitt af því sem tré gera best er að vaxa. Það gera þau jafnan óbeðin og á hverju ári teygja þau sig hærra til himins og stofninn gildnar. Þetta gerist ekki hratt og oft verðum við ekki vör við miklar breytingar frá ári til árs en þetta gerist. Hægt og örugglega. Ef einhver fyrirstaða verður á vegi þeirra hætta þau ekki að vaxa. Nei, þá annað hvort ýta þau fyrirstöðunni til hliðar og ef fyrirstaðan vill ekki víkja þá einfaldlega vaxa tré utan um hana. Þetta getur til dæmis gerst ef tré vex fast upp við girðingu og trjátoppurinn vex upp í gegnum girðinguna. Girðingin getur ekkert farið og ekki tréð heldur. Og þegar stofninn gildnar vex hann utan um girðinguna og smám saman hverfur hún inn í stofn trésins. Meðan trén eru ung virðist þetta ekki há þeim. Þó verður að teljast líklegt að vera með girðingu inni í sér sé ekki gott til lengri tíma litið og auki hættu á t.d. sveppasjúkdómum og ótímabærum fúa í stofni. Einnig afmyndast stofninn og hætt er við að hann verði veikari fyrir veðri og vindum.


Hér á eftir koma þrjár myndir af trjám og girðingum. Tvær eru teknar í Lundi í Svíþjóð og ein af íslenskri alaskaösp að borða hænsnanet. Auk þess má benda á að á Internetinu má finna margar skemmtilegar myndir af trjám að vaxa utan um eitt og annað.


Texti og myndir: Bergsveinn Þórsson.



29 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page