top of page

Skógur sem kennsluumhverfi

Updated: Jul 7, 2023

Skógur býður upp á afar fjölbreytta kennslumöguleika. Í honum má finna snertifleti við nær allar kennslugreinar í leik- og grunnskólum, auk þess sem veðrið er nánast alltaf gott inn í skóginum. 🙂 Markviss útikennsla hefur aukist umtalsvert innan leik- og grunnskólakerfisins á síðustu árum og margir skólar hafa verið að koma sér upp útikennslustofum í sínu nánasta nágrenni. Slíka stofur eru nánast undantekningalaust staðsettar í skógarreitum.


Kennaranemar við Háskólann á Akureyri læra talsvert um útikennslu og í síðustu viku eyddu þeir hálfum degi í Kjarnaskógi við ýmis konar verkefni sem öll nýtast í leik- og grunnskólakennslu. Þeir bjuggu til náttúruvefi, veiddu skordýr, grilluðu pinnabrauð, poppuðu og skoðuðu og greindu trjátegundir. Þeir fóru líka í "skógarbað", léku sér í ýmsum trjá-leikjum, fundu rímorð og unnu með hugtök og form á ensku og dönsku.


Í útikennslu er það nefnilega bara okkar eigið hugmyndaflug sem takmarkar okkur - það er hægt að framkvæma nánast alla kennslu utandyra, sérstaklega þegar aðstæður, eins og þær sem eru í Kjarnaskógi, eru í nágrenninu.




144 views0 comments

Comments


bottom of page