#TrévikunnarSE er skógarfura, Pinus sylvestris, við Spítalaveg á Akureyri. Miklar vonir voru bundnar við skógarfuru í skógrækt hérlendis og hún var mikið gróðursett á 6. áratug síðustu aldar. Furulús (Pineus pini) grandaði henni að mestu og var ræktun hennar nánast hætt með öllu. Þó lifði stöku tré áfram og sum jafnvel nokkuð vel. Nú eru hins vegar vísbendingar um að furulúsin drepi ekki lengur ungar skógarfurur þótt hún leggist stundum á þær. Líklega hefur borist hingað sjúkdómur sem herjar á furulúsina. Einnig hefur Skógræktin verið að gera tilraunir með afkomendur trjánna sem stóðust furulúsina og þar gæti verið kominn efniviður sem nota mætti a.m.k. í görðum og til skrauts í skógum. Tréð við Spítalaveg ber engin merki um furulús og blómstrar árlega. Það gæti verið um 60 ára gamalt. (Myndir teknar 2018: Pétur Halldórsson)
Skógarfura
Updated: Jun 2, 2023
Kommentare