top of page

Sjálfsánar stafafurur

Updated: Jul 28, 2023

Ein af þeim tegundum sem hafa í auknum mæli náð að sá sé út í íslenskri náttúru er stafafura. Sumir gleðjast yfir því en aðrir óttast að hún kunni að verða framandi, ágeng tegund. Oftast nær sáir hún sér ekki mjög langt frá móðurplöntunni og þá oft í miklu magni. Til eru mörg dæmi um að hún hafi sáð sér ótrúlega langt en þá eru það að jafnaði aðeins ein og ein planta. Furan sáir sér fyrst og fremst í rofið eða rýrt land en mun síður í gróskumikla náttúru. Þessa brautryðjendur veljum við nú sem #TrévikunnarSE


Í myndasafninu má sjá nokkur dæmi um sjálfsánar stafafurur í Eyjafirði.
22 views0 comments

Recent Posts

See All

Commenti


bottom of page