Selja

Selja (Salix caprea) er tré af víðiætt og er #TrévikunnarSE . Eins og margar aðrar víðitegundir blómgast hún áður en hún laufgast og eru þá sérstaklega glæsileg. Allar víðitegundir eru einkynja. Það merkir að annað hvort eru einstaklingarnir karlkyns eða kvenkyns. Karlplönturnar bera rekla sem eru hlaðnir gulu frjói en kvenplönturnar hafa ekki eins litskrúðuga rekla. Því þykja karlplöntur að jafnaði fallegri þegar þær blómgast.


Megnið af þeirri selju sem finna má á Akureyri á ættir sínar að rekja til fræsendingar frá Ási í Noregi en annars vex selja víða í Evrópu og norð-austur Asíu. Hingað hafði áður borist fræ af plöntum frá Saltdalen í Noregi.


Öfugt við aðrar víðitegundir gengur fremur illa að fjölga selju með græðlingum heldur er henni fjölgað með fræjum. Seljur hafa sáð sér sjálfar út hér og þar á landinu og má m.a. finna sjálfsána selju í Krossanesborgum.


Myndirnar sýna fullblómgaða kk. selju og nærmynd af kk- og kvk- blómum.3 views

Recent Posts

See All