top of page
Writer's pictureBergsveinn Þórsson

Jólatré? Hvernig þekkja má barrtré í sundur

Updated: Jun 11, 2023

Fyrir 7529 árum skapaði Guð heiminn. Þá skapaði hann m.a. trén. Guð skapaði ekki skákina og Excel. Tré eru út um allt og eru allskonar. Trjám má þó til að byrja með skipta gróflega í tvo flokka, jólatré og ekki jólatré. Í flokkinn jólatré falla tré sem eru græn allt árið og eru stundum kölluð sígræn tré, barrtré eða jafnvel berfrævingar. Sum barrtré eru samt ekki sígræn og sum sígræn tré eru ekki barrtré enda var Guð ekkert að stressa sig á að allt félli fullkomlega að stöfum. Barrtrjám má svo gróflega skipta í fjóra hópa, grenitré, furur, þini og önnur barrtré.


Þinur.


Furur. Lindifura og stafafura í Kjarnaskógi.



Furur.



Grenitré þekkjast á því að þau eru með nálar sem stinga, þinir þekkjast á því að þeir eru með nálar sem ekki stinga, furur þekkjast á því að þær eru með langar nálar, önnur barrtré er efitt að þekkja og geta verið alllskonar.


Greni.


Ef þið viljið fræðast nánar um Guð er hægt að lesa Biblíuna.


Ef þið viljið fræðast nánar um tré er hægt að lesa um þau hér á heimasíðu Skógræktarfélags Eyfirðinga undir flokknum "Tré vikunnar".


Texti og myndir: Bergsveinn Þórsson. Pistillinn birtist upphaflega hér.


70 views0 comments

Recent Posts

See All

Komentar


bottom of page