Skógræktarfélag Eyfirðinga býður fólki að höggva sín eigin jólatré í Laugalandsskógi á Þelamörk næstu helgi 16. – 17. desember, kl. 11-15. Fyrir hvert selt jólatré eru gróðursett 25 ný tré!
Jólatrjáasalan styrkir starf félagsins sem annast útivistarsvæðið í Kjarnaskógi, m.a. treður þar göngustíga og skíðaspor og sér um tíu aðra skógarreiti á Eyjafjarðarsvæðinu.
Þegar draumatréð er fundið verður hægt að orna sér við eld og fá sér ketilkaffi, kakó og piparkökur í boði félagsins. Oft skapast skemmtileg útivistarstemmning á svæðinu og heimsókn á Þelamörkina er ómissandi fyrir margar fjölskyldur í aðdraganda jóla.
Viðburður á Facebook: https://fb.me/e/4WmGH9w0i
Einnig er hefðbundin sala á jólatrjám, greinum, eldivið og fleiru, hjá starfsstöð félagsins í Kjarnaskógi.
Opið alla daga til jóla á milli kl 10-18.
Nánar á: https://www.kjarnaskogur.is/jolatre
![](https://static.wixstatic.com/media/dadeb4_15cf050eb1274d498d3ef1c05dfe511f~mv2.jpg/v1/fill/w_980,h_980,al_c,q_85,usm_0.66_1.00_0.01,enc_auto/dadeb4_15cf050eb1274d498d3ef1c05dfe511f~mv2.jpg)
Comments