Aðventutré, tröpputré og jólatré
Í aðdraganda jóla höfum við til sölu aðventutré, tröpputré og jólatré af ýmsum stærðum og gerðum. Almenn sala á jólatrjám hefst í Kjarnaskógi í 4. desember. Stjórnarfólk stendur svo vaktina í Laugalandsskógi á Þelamörk aðra og þriðju helgina í desember. Einnig bjóðum við uppá úrvals eldivið úr Kjarnaskógi.
Nánari upplýsingar hér fyrir neðan og hægt að panta með því að senda tölvupóst á netfangið ingi@kjarnaskogur.is eða í síma 893 4047.
Aðventutré
Aðventutré eru til notkunar utanhúss og eru afhent í kössum sem unnir eru úr eyfirsku lerki og greni. Við komum með trén til þín á aðventunni og sækjum aftur í lok janúar eða eftir samkomulagi.
Hægt er að velja um stafafuru eða rauðgreni, stærðir eru á bilinu 1,5-2,5 m og mögulegt er að fá trén afhent með seríum ef óskað er. Verðið er 33.600 kr án ljósa og 38.500 kr með ljósum. *
Tröpputré
Tröpputrén okkar sívinsælu standa á lágum trjábol. Stærðir eru á bilinu 1-1,5 m og í boði eru rauðgreni og stafafura með eða án ljósaseríu. Verðið er 16.800 kr án ljósa og 19.600 kr með ljósum. *
Við komum með trén til þín á aðventunni og sækjum aftur í lok janúar eða eftir samkomulagi.
Skógarmál
Tilvalin gjöf fyrir útivistartýpuna. Grænt og vænt fyrir umhverfið, máli stungið í vasann og tilbúið til áfyllingar hvort sem er í tærum fjallalæk eða fyrir ketilkaffið, aftur og aftur og aftur. Aðeins 2.000 kr stykkið, ágóðinn fer allur í að styrkja starf félagsins og bæta aðgengi í þeim 11 skógarreitum sem eru umsjón félagsins.
Mottó Kjarnaskógar er prentað á málið:
Kjarnaskógur, alltaf logn!
Á meðan birgðir endast, aðeins 200 eintök framleidd.
Eldiviður
Við bjóðum einnig upp á úrvals eldivið. Viður sem fellur til við grisjun í skógum okkar um Eyjafjörð, einkum þó úr Kjarnaskógi.
Fjörutíu lítra pokar af úrvals eldivið á 3900 kr. *
Jólatré í Kjarnaskógi
Mánudaginn 4. desember hefst sala á jólatrjám í Kjarnaskógi. Í ár verðum við í sölugróðurhúsi Sólskóga eins og í fyrra eða í húsinu neðan við starfstöð félagsins. Jólatré af ýmsum stærðum og gerðum en einungis jólatré sem ræktuð eru á Íslandi.
Einnig til sölu greinar, plattar, könglar og fleira smálegt úr skóginum.
Opið frá kl 10 til kl 18 alla daga frá og með 4. desember og til og með 23. desember eða á meðan birgðir endast.
Jólatrjáasala í Laugalandsskógi
Skógræktarfélag Eyfirðinga býður fólki að höggva sín eigin jólatré í Laugalandsskógi á Þelamörk helgarnar 9.-10. og 16.-17. desember, á milli kl 11 og 15.
Fyrir hvert selt jólatré eru gróðursett 25 ný tré!
* verð með virðisaukaskatti inniföldum