top of page
20191215_132441.jpg

Aðventutré, tröpputré og jólatré

Í aðdraganda jóla höfum við til sölu aðventutré, tröpputré og jólatré af ýmsum stærðum og gerðum. Almenn sala á jólatrjám hefst í Kjarnaskógi í 5. desember. Stjórnarfólk stendur svo vaktina í Laugalandsskógi á Þelamörk aðra og þriðju helgina í desember. Einnig bjóðum við uppá úrvals eldivið úr Kjarnaskógi.

Nánari upplýsingar hér fyrir neðan og hægt að panta með því að senda tölvupóst á netfangið ingi@kjarnaskogur.is eða í síma 893 4047.

skeyfirdinga4.jpg

Aðventutré

Aðventutré eru til notkunar utanhúss og eru afhent í kössum sem unnir eru úr eyfirsku lerki og greni. Við komum með trén til þín á aðventunni og sækjum aftur í lok janúar eða eftir samkomulagi.

Hægt er að velja um stafafuru eða rauðgreni, stærðir eru á bilinu 1,5-3 m og mögulegt er að fá trén afhent með seríum ef óskað er. Verðið er 29.000 kr án ljósa og 33.000 kr með ljósum.

Tröpputré

Tröpputrén okkar sívinsælu standa á lágum trjábol. Stærðir eru á bilinu 0,4-1,5 m og í boði eru rauðgreni og stafafura með eða án ljósaseríu. Verðið er 15.000 kr án ljósa og 17.000 kr með ljósum.

Bjóðum einnig upp á úrvals eldivið úr Kjarnaskógi.

tropputre.jpg
Jolatrjaasala1warm.jpg

Jólatré í Kjarnaskógi

Mánudaginn 5. desember hefst sala á jólatrjám í Kjarnaskógi. Í ár verðum í sölugróðurhúsi Sólskóga eða á sama stað og fyrir tveimur árum eða í húsinu neðan við starfstöð félagsins. Jólatré af ýmsum stærðum og gerðum en einungis jólatré sem ræktuð eru á Íslandi.

Opið frá kl 10 til kl 18 alla daga frá og með 5. desember.

Jólatrjáasala í Laugalandsskógi

Skógræktarfélag Eyfirðinga býður fólki að höggva sín eigin jólatré í Laugalandsskógi á Þelamörk helgarnar 10. – 11. og 17. – 18. desember, á milli kl 11 og 15.

 

Fyrir hvert selt jólatré eru gróðursett 25 ný tré!

Nánari upplýsingar á Facebook.

jol-a-laugalandi-2022-warm.jpg
bottom of page