top of page
Writer's pictureSigurður Arnarson

Hrossakastanía

Updated: Sep 19, 2023

Lengi vel vildu menn ekki trúa því að hægt væri að rækta hrossakastaníu (Aesculus hippocastanum) á Íslandi og enn síður á norðanverðu landinu. Svo reyndu menn það og í ljós kom að hrossakastaníur þrífast ágætlega sunnan heiða. Hitt hefur komið meira á óvart að eftir að lofslag tók að hlýna getur hún vel vaxið norðan heiða. Því er tímabært að velja hana sem #TrévikunnarSE. Fyrir nokkrum árum var ágætri hrossakastaníu plantað í Kjarnaskógi og óx hún vel og áfallalaust í þrjú ár. Þá uppgötvuðu kanínur að hún er ekki bara fóður fyrir hesta og þær drápu hana.

Ein myndin sem hér fylgir er af hrossakastaníu sem gróðursett var í sumar í Vaðlareit. Vonandi komast ekki kanínurnar þangað. Hinar myndin er af hrossakastaníu í Grasagarðinum í Edinborg. Allar myndirnar tók Sigurður Arnarson nú í sumar. Hrossakastanía er auðþekkt á blöðunum eins og sjá má á myndunum. Hrossakastanía þarf skjól, frjósama jörð og gott vaxtarrými ef hún á að þroskast vel og getur þá væntanlega orðið stórt og voldugt tré með tíð og tíma. Eldri tré af hrossakastaníu eru til í grónum hverfum Reykjavíkur og í Hveragerði. Hæstu trén hér á landi eru um 10 metrar á hæð. Erlendis verða þær miklu hærri og vel má vera að í náinni framtíð verði hærri hrossakastaníur á Íslandi.

238 views0 comments

Comments


bottom of page