top of page

Stórglæsileg skógarfura

#TrévikunnarSE að þessu sinni er skógarfura (Pinus sylvestris) sem er í neðanverðum Kjarnaskógi. Þessi fura er verðugur fulltrúi sinnar tegundar sem hefur aldeilis fengið að kenna á hörmungum lífsins. Því eins og þeir vita sem hafa lesið sér til um sögu skógræktar á Íslandi þá var skógarfuran lengi fyrirheitna tréð í íslenskri skógrækt og var gróðursett í stórum stíl á upphafsárum skógræktar. En um 1960 dundi ógæfan yfir þegar furulúsin (Pineus pini) nánast þurrkaði út allar skógarfurur landsins. Nokkrar furur héldu þó velli og hér og þar um landið má finna fallegar skógarfurur og tré vikunnar að þessu sinni er ein þeirra. Þetta tré er gróðursett 1952 og er því 68 ára gamalt og það er 11,8 m hátt. Til að gera þetta allt enn skemmtilegra er að til er mynd frá 1960 þar sem Ármann Dalmansson, þáverandi framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga, stendur við tréð. Á nýju myndinni er svo Ingólfur Jóhannsson núverandi framkvæmdastjóri við tréð.


63 views0 comments

Recent Posts

See All

Bình luận


bottom of page