top of page

Fordæmalaust snjóbrot

Updated: Sep 21, 2023

Tré vikunnar eru fordæmalaus!

#TrévikunnarSE hefur nú verið í fríi um nokkurn tíma en verður nú endurvakið. Óhætt er að fullyrða að eitt mest notaða orð vetrarins sem senn er á enda er orðið fordæmalaust. Við lifum á fordæmalausum tímum og óþarfi að fara yfir það allt saman hér. Þó getur fréttaritari ekki stillt sig um að nota orðið. Þann 10. desember síðastliðinn gerði fordæmalaust veður um norðanvert landið. Að minnsta kosti fordæmalaust á þessari öld. Þá hlóð snjó á tré um norðanvert landið og fraus þar fastur. Til að bæta gráu ofan á svart þá var þetta hvíta óvenju lengi á trjánum. Það leiddi til þess að mörg þeirra bognuðu eða brotnuðu. Má sjá þess víða merki, bæði í skóglendi og heimagörðum. Misjafnt virðist vera hvernig trjátegundir koma undan vetri. Sérstaklega virðast mörg sígræn barrtré hafa farið illa en fáar tegundir hafa sloppið alveg.

Til að minnast þessara fordæmalausu tíma eru hér birtar myndar af trjáskemmdum í Þorpinu. Myndirnar voru allar teknar í dag, föstudaginn langa og sýna tré sem áður voru löng.





27 views

Recent Posts

See All
bottom of page