top of page

Dauð tré í skógi

Updated: Sep 21, 2023

#TrévikunnarSE er dautt! Af moldu ertu kominn, af moldu skaltu aftur verða, af moldu munt þú aftur upp rísa.

Í hverju þroskuðu skógarvistkerfi má alltaf finna eitthvað af dauðum trjám. Þau eru partur af vistkerfinu. Tveir hópar lífvera; sveppir og bakteríur, geta brotið niður beðmi, sem er byggingarefni allra plantna. Þannig geta þessir sundrendur vistkerfisins endurunnið næringarefnin og komið þeim aftur í hringrásina. Það skapar hluta af þeirri líffjölbreytni sem finna má í skógum um allan heim. Því er mikilvægt að hirða ekki skóga eins og þeir séu einhverjir skrúðgarðar. Þvert á móti er mikilvægt fyrir vistkerfið að fjarlægja ekki allar dauðar greinar og öll dauð tré. Með því að skilja hluta af dauðum við eftir eflum við vistkerfið og fjölbreytnina í skóginum. Það viðheldur efnahringrás skógarins og bætir vöxt trjánna.



Þetta hefur lengi verið þekkt í hinum stóra heimi. Hér að ofan er mynd af kastaníu í hinum stórglæsilega konunglega grasagarði í Edinborg. Þar hafa menn girt af þetta deyjandi tré og sagað það niður að hluta til að sýna gestum til að sýna gestum garðsins hvaða áhrif það hefur á líffjölbreytileikann.





Við þetta má bæta að í stjórn SE er sveppafræðingur sem er óþreytandi að fræða félaga sína um neðanjarðarhagkerfi skógarins.


















Myndirnar sem hér fylgja eru úr íslensku og erlendu skóglendi. Þær íslensku eru úr Eyjafirði og af Héraði.




Dauð tré í íslenskum skógum.




Dauð tré í skoskum skógum.



Í dag er fyrsti vetrardagur og nú verður breyting á þættinum Tré vikunnar. Í vetur munum við birta slíka pistla einu sinni í mánuði í stað þeirra vikulegu pistla sem hér hafa birst allt frá 1. maí.



43 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page