top of page

Birki er tré vikunnar

Updated: Oct 3, 2023

Á morgun er Dagur íslenskrar náttúru og það er því við hæfi að tré vikunnar sé birki - Betula pubescens - ein af þremur trjátegundum sem teljast íslenskar og vaxa "náttúrulega" á Íslandi. Aðeins birki af þessum þremur tegundum myndar skóg en hinar tvær, reyniviður Sorbus aucuparia og blæösp Populus tremula þrífast vel í birkiskógi. Birki er ennfremur frumherjategund og hentar vel í að nota til að græða upp raskað land.


Skógræktarfélag Eyfirðinga vill af tilefni Degi íslenskrar náttúru hvetja fólk til að fara út í skóg og safna birkifræi og taka þátt í átaki sem Skógræktin og Landgræðslan standa að með stuðningi ýmissa aðila. Skógar í umsjá Skógræktarfélags Eyfirðinga standa öllum opnir og er upplagt að tína fræ í þeim skógarreitum - um að gera að velja fræ af trjám sem eru beinvaxin og hraustleg að sjá - en kort yfir reiti félagsins má sjá hér fyrir neðan:



Meira um þetta verkefni er að finna á heimasíðunni www.birkiskogur.is og facebooksíðu verkefnisins Söfnum og sáum birkifræi - birkifræi er hægt að safna núna og fram í október. Best er að safna í tau- eða bréfpoka (getur myglað í lokuðum plastpoka) en hægt er að nálgast söfnunaröskjur hjá samstarfsaðilum átaksins eins og í verslunum Bónuss.

56 views

Recent Posts

See All
bottom of page