top of page

Tínum stafafuruköngla í Laugalandsskógi

Updated: Apr 10, 2023

- English below -


Skógræktarfélag Eyfirðinga býður áhugasömum að tína stafafuruköngla í Lauglandsskógi á Þelamörk (Hörgársveit) kl. 13 á laugardaginn, 15. október. Viðburðurinn er liður í að safna fé til að bæta aðstöðu til útivistar í skóginum. Allir könglar sem tíndir verða þennan dag verða seldir til Skógræktarinnar og ágóði fer óskiptur í að reisa skýli í Laugalandsskógi. Hörgársveit hefur þegar lagt verkefninu lið og lagt fjármuni í verkefnið.



Áður en haldið er út í skóg mun Valgerður hjá Skógræktinni fara yfir praktísk atriði eins og hvernig maður þekkir tveggja ára köngul. Við munum útvega ílát til tínslunnar. Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri og mjög mikilvægt að hafa almennilega vinnuvettlinga þar sem könglarnir eru broddóttir.


Vegvísir:

Frá Akureyri/Dalvík - keyrt í átt að Þelamerkurskóla en áður en komið er að Laugalandsskógi og Þelamerkurskóla er beygt af þjóðvegi 1 við Grjótgarð og ekið eftir gömlum vegi samsíða þjóðveginum í átt að skóginum. Sá vegur endar á bílastæði við skóginn. Þar hittumst við.



Félagið býður upp á ketilkaffi og heitt kakó en við hvetjum alla að mæta með sitt eigið fjölnota mál. Hægt er að fá fjólublátt fjölnota lánsmál hjá félaginu en einnig verður hægt að kaupa græn fjölnota mál til styrktar félaginu, posi á staðnum. Minnkum ruslið.


Viðburðurinn á facebook: https://fb.me/e/1UJ0weOIi

The forest association of Eyjafjörður invites people to help pick pine cones at Laugalandsskógur in Þelamörk (Hörgársveit) at 1 o’clock p.m. on Saturday the 15th of October. This event is part of the association’s fundraising for better facilities at Laugalandsskógur. All cones picked on Saturday will be sold to The Icelandic Forest Service (Skógræktin) and the whole income will go to that project.


Before we enter the forest, Valgerður at Skógræktin will go through some practical details like how to recognize 2 year old pine cones. It is important to dress according to the weather and very important to have good gloves for the picking as the cones are both prickly and sticky.


How to get there:

Travelling from Akureyri towards Reykjavík, you continue to follow Road 1 a few hundred meters after passing the crossing to Dalvík. When you see the forest on your left, turn left at the farm Grjótgarður and follow the old road lying parallel to the main road until you arrive at the forest gate where you can park your car. There we will all meet up.


Coordinates on Google maps: https://goo.gl/maps/L8YocH3Dd2mLwbNk8


The association will prepare kettle coffee and hot cocoa over fire for everyone to enjoy but please bring your own reusable mug or borrow one of the association's purple mugs. We will also be selling green reusable mugs with the association’s logo as part of our continuous fundraising efforts.


The event on facebook: https://fb.me/e/1UJ0weOIi

56 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page