top of page

Sveppafræðsla á Melgerðismelum

Hin árlega sveppaganga Skógræktarfélags Eyfirðinga verður haldin fimmtudaginn 15. ágúst á Melgerðismelum vestan þjóðvegar nálægt bænum Öldu í Eyjafjarðarsveit. Hefst kl. 17:30 á kynningu. Það er Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur sem leiðir gönguna.


Þátttakendur komi búnir til göngu í ósléttu landi og útiveru fram eftir kvöldi. Taki með körfu eða annað hart ílát undir sveppina og hníf til að hreinsa þá. Sveppabók og stækkunargler ef þið eigið. Eftir að sveppum hefur verið safnað um stund er komið til baka og sveppafræðingur aðstoðar við greiningu sveppa og síðan verða matsveppir hreinsaðir og svo verður boðið upp á smjörsteikta og rjómalagaða villisveppi á brauðsneið ásamt ketilkaffi. Leggja má bílum við bæinn Öldu og þar í kring en mjög takmarkað pláss er við innganginn í skógarreitinn.


Bílastæði á Google maps: https://maps.app.goo.gl/csXpfUnTGxF9b3LCA



Recent Posts

See All

Kommentare


bottom of page