top of page

Sveppafræðsla í Böggvisstaðaskógi

---English below---


Miðvikudaginn 6. september kl. 18 mun Skógræktarfélag Eyfirðinga standa fyrir sinni árlegu sveppagöngu sem að þessu sinni fer fram í Böggvisstaðakógi í Dalvíkurbyggð.


Guðríður Gyða, sveppafræðingurinn okkar, fræðir gesti um neðanjarðarhagkerfi skóganna ásamt því hvernig greina skuli og meðhöndla helstu matsveppi. Þátttakendur safna sveppum í skóginum og fá greiningu á þeim, markmiðið er að óvanir geti stundað örugga sveppatínslu og lengra komnir bætt við þekkingu sína.


Áhugasamir mæti með hníf, körfu og stækkunargler (nú eða bara skástu gleraugun) og fjölnota mál fyrir ketilkaffið og kakóið.


Best er að leggja á skógarbílastæðinu norðan við skóginn en þaðan munu vegvísar leiða fólk að "kennslurjóðri".


Hnit á Google maps: https://goo.gl/maps/JsrgZNhfHNBYbPzJ8


Viðburðurinn á facebook: https://fb.me/e/vCCmAnplU


The association's annual mushroom picking event will be held the 6th September at 6 p.m. in the forest of Böggvisstaðir in Dalvíkurbyggð.


Our mushroom expert, Guðríður Gyða, will enlighten visitors about life below the forest floor and show how to identify and prepare common edible mushrooms. The goal is to make mushroom picking safe for the novice and for the more advanced to further their skill.


Participants should bring a knife, basket and perhaps a magnifying glass and of course your own reusable mug for the coffee and hot cacao.


There is a parking lot at the north end of the forest and from there signs will show the way to the meeting point in the forest.


Coordinates on Google maps: https://goo.gl/maps/JsrgZNhfHNBYbPzJ8


The event on facebook: https://fb.me/e/vCCmAnplU


Verið velkomin/Welcome - Skógræktarfélag Eyfirðinga

- English below -


Sveppaldin vex ofanjarðar - sveppurinn sjálfur neðanjarðar
Sveppur í skógi47 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page