top of page

Síberíuþyrnir

Updated: Sep 29, 2023

#TrévikunnarSE Tré vikunnar í þetta sinn er Síberíuþyrnir, Crataegus sanguinea. Fjölmargar þyrnitegundir finnast í heiminum, nafngiftin sem sameinar þær, Crataegus, byggir á grísku orðunum kratos sem þýðir styrkur og akis sem þýðir hvass og vísar í þyrna sem tegundin ber á greinum sér. Þeir eru þó yfirleitt ekki langir eða margir og rífa engan á hol.

Á Eyjafjarðarsvæðinu er reyndar löng hefð fyrir ræktun Síberíuþyrnis. Þegar dönsk garðmenning hóf hér innreið sína á fyrri hluta síðustu aldar voru algengustu limgerðisplönturnar þyrnir og baunatré (Caragana arborescens), blátoppur, gljámispill og víðiplöntur ýmsar tóku síðar við því hlutverki en kanske erum við kominn hringinn í verkefninu og fyrrnefndar tegundir öðlast vinsældir á ný.

Síberíuþyrnir hefur reynst harðger hér, þarf svolitla birtu til að dafna og framræstan jarðveg, skartar hvítum blómum fyrri part sumars og rauðum, ætum berjum undir haust, gulum/rauðum haustlitum og sé fólk að leita að nettu garðtré eða skrautfugli í skógarjaðra og rjóður er óhætt að mæla með honum. Verður kanske 5-7 metra hár, börkur á stofni grófur og flottur, krónan getur orðið umfangsmikil en auðvelt er að stýra því með klippingu. Síberíuþyrni má auðveldlega nota í klippt limgerði og þyrnarnir hjálpa til við koma í veg fyrir að fólk hlaupi í gegnum það.

Frændi hans Dökkþyrnir (C. nigra) hefur einnig reynst ágætlega hér, er dekkri yfirlitum og sennilega minni að umfangi. En allavega, eigirðu garð eða skóg skaltu íhuga hvort Síberíuþyrnir sé ekki rétta plantan fyrir þig.

53 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page