top of page
Writer's pictureSigurður Arnarson

Hyrnir að vetri til

Updated: Apr 23, 2023

Við höldum nú áfram með #TrévikunnarSE í vetrarbúningi. Í þetta skiptið skoðum við ættkvísl runna sem flutt hefur verið inn og ræktuð nokkuð víða, m.a. vegna þess hvað hún hefur fallegan vetrarbúning. Þetta er ættkvísl hyrna (Cornus). Nokkrar tegundir runna hafa verið fluttar inn en tvær eru þeirra algengastar. Það eru mjallhyrnir (Cornus alba) og sveighyrnir (Cornus sericea). Nokkur yrki hafa verið reynd af tegundunum og hafa þau reynst misjafnlega harðgerð. Öll yrkin eiga það sameiginlegt að í vetrarbúningi eru greinar þeirra rauðar. Þessar plöntur eru einstaklega fallegar þegar snjór hvílir yfir öllu og fara vel framan við sígrænan gróður.

Ekki verður hér gerð tilraun til að greina ættkvíslina til tegunda en ættkvíslina má auðveldlega þekkja.

Meðfylgjandi myndir eru af báðum þessum Cornus-tegundum og mismunandi yrkjum þeirra.


70 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page