Frá stjórn Skógræktarfélags Eyfirðinga í tilefni frétta af fyrirhugaðri hótelbyggingu í Vaðlareit.
Stjórn Skógræktarfélags Eyfirðinga hefur borist til eyrna að bygging 120 herbergja hótels sé á teikniborðinu hjá sömu aðilum og standa fyrir Skógarböðunum. Ólíkt aðdraganda Skógarbaðanna þá hefur hótelverkefnið ekki verið kynnt fyrir stjórn og ekkert erindi borist um leyfi til að fella tré í skóginum. Skógræktarfélagið hefur umsjón með skóginum og á þau tré sem í honum vaxa.
Vaðlareitur er í landi Hallands, Veigastaða, Ytri-Varðgjár og Syðri-Varðgjár.
Comments