top of page

Vaðlaskógur: Ályktað að nýju

Eftirfarandi ályktun var bókuð á stjórnarfundi þann 17. janúar 2023 vegna áforma um hótel í Vaðlaskógi.


*****


Stjórn Skógræktarfélags Eyfirðinga hefur fengið nánari kynningu á hugmyndum um hótelbyggingu í Vaðlaskógi og ályktar:


Félagið hefur haft umráðarétt yfir landi Vaðlaskógar allt frá árinu 1936 og ræktað þar skóg í 86 ár. Frá upphafi hefur markmiðið með ræktun skógarins verið að skapa yndisreit fyrir almenning til að njóta útivistar í skjóli trjánna.


Almennt er félagið mótfallið hvers konar mannvirkjagerð í Vaðlaskógi. Félagið áskilur sér þó rétt til að meta hvert mál fyrir sig en þá ávallt með lög félagsins og markmið að leiðarljósi en einnig þær skuldbindingar og réttindi sem umráðasamningur félagsins um Vaðlaskóg kveður á um.


Félagið samþykkir hugmyndir um framkvæmdaáform með því skilyrði að samningar náist við framkvæmdaraðila og sveitarfélag. Samningarnir verða að samræmast markmiðum og lögum félagsins, t.d. varðandi verndun og viðhald skóga í Eyjafirði og einnig varðandi aðgengi almennings að skóginum. Með auknum umsvifum í skóginum fjölgar verkefnum félagsins, þjónustuþörf, uppbygging á innviðum og umhirða.


*****


Framkvæmdaáformin eru enn í mótunarfasa en fyrirséð er að 120 herbergja hótel mun hafa áhrif á ásýnd skógarins og mun takmarka afnot félagsins og almennings á skóginum í kringum hótelið. Félagið vill tryggja almenningi aðgengi að skóginum og strandlengjunni og vinna að farsælli lausn með framkvæmdaraðila og skipulagsyfirvöldum.


117 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page