top of page

Líf í Leyningshólum - fjölskylduviðburður!

Updated: Jun 19, 2023

Skógræktarfélag Eyfirðinga býður upp á skógargöngu, skordýrafræðslu og leiðsögn í að tálga úr greinum og spítum í Leyningshólum, Eyjafjarðarsveit sunnudaginn 25. júní á milli kl 11 og 14.


Tilvalið fyrir fjölskyldur að mæta og fræðast um skóginn og skordýrin sem búa þar og njóta útivistar. Leyningshólar eru við mynni Villingadals í Eyjafirði eða um 40 km suður af Akureyri.


Brynhildur Bjarnadóttir fræðir, Ingvar Engilbertsson leiðbeinir þeim sem vilja um hvernig hægt er að töfra fígúrur úr trjágreinum og stjórnarfólk hitar ketilkaffi og blandar djús - hafið endilega fjölnota mál meðferðis og tálguhníf ef þið eigið.


Hittumst á grasflötinni norðarlega í reitnum sem er við vegarslóðann. Vegvísar munu vísa veginn, en beygt er til hægri (norðurs) inn í Leyningshóla áður en sést í bæjarstæði Villingardals. https://goo.gl/maps/w2oHoDpZjqVEGZ8x8


Í ár eru 86 ár frá því að Skógræktarfélag Eyfirðinga stóð fyrir því að friða birkið í Leyningshólum og hefur félagið enn umsjón með reitnum. https://www.kjarnaskogur.is/leyningsholar


Þessi viðburður er einn af fjölmörgum viðburðum #lifilundi á vegum skógræktarfélaga um land allt helgina 24. - 25. júní. Stofnað hefur verið til ljósmyndasamkeppni í sambandi við viðburðina. Upplýsingar um ljósmyndsamkeppnina og viðburði um allt land er að finna á https://www.skogargatt.is/


Við viljum sérstaklega benda á annan viðburð í næsta nágrenni en Skógræktarfélag Suður-Þingeyinga heldur upp á 80 ára skógræktarafmæli í Fossselsskógi laugardaginn 24. júní.


Fossselsskógur er náttúruperla í Þingeyjarsveit, sunnan við bæinn Vað, austan megin Skjálfandafljóts, á leið frá Kinn yfir í Aðaldal.



151 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page