top of page
Writer's pictureBergsveinn Þórsson

Öspin við Þingvallastræti 28

Updated: Mar 26, 2022

#TrévikunnarSE hefur borist bréf þar sem athygli okkar er vakin á áhugaverðu tré sem stendur fyrir framan Þingvallastræti 36 á Akureyri. Þessi ábending þarf ekki að koma á óvart enda er þarna um að ræða mikilfenglegt tré sem erfitt er að missa af þegar farið er um Þingvallastrætið. Tréð sem hér um ræðir er alaskaösp. Ekki er vitað um hvaða klón er að ræða en þó gæti þetta verið klónn sem kallaður hefur verið ̀'Dimma' eftir frekar dökkum lit á laufi. Ef þetta er Dimma þá eru til nokkur önnur tré af þeim klóni á Akureyri en ekkert þó eins stórt og þetta. Líklegt er að tréð hafi verið gróðursett skömmu eftir að húsið var byggt um 1950 og sé nálægt því að vera 65 ára gamalt. Á þessu tíma var mikið gróðursett af alaskaösp á Akureyri. Þá var öspin ný tegund á Íslandi en strax farin að sýna merki um að hún gæti dafnað hér og vaxið betur en aðrar trjátegundir. Það sem gerir tréð við Þingvallastæti sérstakt er hversu grófgert það er. Það er um 16 m hátt sem er langt frá því að vera met en þvermál bolsins í brjósthæð er 103 cm og er því meðal allra sverustu trjáa bæjarins og jafnvel það sverasta.

Þó að það falli ekki vel að vaxtarlagi trjáa sem á eru stundaðir hefðbundnir viðarmagnsútreikningar má samt gera tilraun til að reikna viðarmagn og magn koltvísýrings sem bundið er í viði þess. Hæð og þvermál gefa okkur að bolrúmmálið sé um 3,5 m3. Út frá rúmmáli bolsins er svo hægt að áætla að magn koltvísýringins sem bundin er í viði trésins í heild sé um 4,8 tonn. Það er í stofni, greinum og grófrótum. Þó að þessi ösp sé stór og mikil hefur hún á sinni lífstíð ekki bundið nema um tveggja ára koltvísýrings losun frá meðal fjölskyldubíl. Af þessu getum við séð að það er ekki nóg að gróðursetja eitt tré til að bjarga heiminum við þurfum að gróðursetja heilan skóg.



192 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page