top of page
Laugaland.jpg

Bjarkarlundur

Eyjafjarðarsveit - 1967

Fyrstu framkvæmdir Skógræktarfélags Eyfirðinga í Garðsárreit voru að friða gilið og umhverfi þess til að freista þess að leyfa birkinu, sem í gilinu var, að sá sér út. Birkikjarr hafði þá verið í gilinu frá ómunatíð, enda illkleift mönnum og skepnum, eins og Aðalsteinn Svanur Sigfússon segir frá í grein sinni um reitinn í bókinni Ásýnd Eyjafjarðar (2000). Þessi pistill byggir á þeirri grein. Reiturinn var fyrst girtur af árið 1931 til að vernda þessar skógarleifar en ekki kemur fram í gögnum félagsins hvenær farið var að gróðursetja í skóginn.

Meðal annarra tegunda í skóginum, fyrir utan bæði plantað birki og sjálfsáð, má nefna alaskaösp en ein þeirra er hæsta tré skógarreitsins og mældist 18 m í júlí 2020 en talið er að hún hafi verið gróðursett um 1950. Mest áberandi eru þó rauðgrenitré sem stóðu snjóaveturinn 2020 vel af sér, sem víða olli miklu tjóni. Þarna má einnig finna sitkagreni, skógarfuru, lerki, bergfuru, blágreni og reynivið svo eitthvað sé nefnt.

Eitt af því sem gaman er að skoða í reitnum eru melarnir sem áður voru í skóginum. Við friðunina (sem ekki hefur alltaf verið alger) hafa þeir gróið smám saman upp og þegar trén fóru að bera fræ sáðu þau sér á melana svo nú eru þeir óðum að klæðast trjágróðri. Þar kennir ýmissa grasa, ef kalla má tré grös. Meðal þess sem finna má eru stafafurur, rússalerki, alaskaösp og ilmbjörk auk víðitegunda.

Það gæti verið skemmtilegur leikur fyrir fjölskyldufólk að kanna hver fundið getur minnsta tréð í skóginum!

20190915_154349.jpg

Flatarmál:

Upphaf:

Hæsta tré:

Mælt árið:

Landeigandi:

1,8 ha

1967

Rússalerki 9 m

2000

Skógræktarfélag Eyfirðinga

bottom of page