top of page

Gullregn í vetrarbúningi

Updated: Oct 15, 2023

Í þættinum Tré vikunnar höfum við í vetur annað veifið fjallað um hvernig þekkja má tré að vetri til. Í dag er síðasti vetrardagur og því er við hæfi að þetta verði lokapistillinn um það efni í bili. #TrévikunnarSE er gullregn í vetrarbúningi. Áður hefur verið fjallað um gullregn sem tré vikunnar og má sjá þá umfjöllun hér


Eins og kemur fram í eldri umfjöllun eru til tvær tegundir af gullregni. Strandgullregn (Laburnum anagyroides) og fjallagullregn (L. alpinum). Aðeins sú síðarnefnda þrífst hér og eru þeir sem ætla sér að kaupa innflutt gullregn hvattir til að gæta sín á að kaupa ekki þá fyrrnefndu.


Þessar tvær tegundir geta blandast og eru afkvæmin að jafnaði ófrjó eða mynda aðeins sáralítið fræ. Einn af þessum blendingum hefur verið hér á markaði um langan aldur. Heitir hann Laburnum x watereri ´Vossi´ á latínu en hefur verið nefndur garðagullregn á íslensku.


Bæði garðagullregn og fjallagullregn þrífast ágætlega á Íslandi og getur verið strembið að þekkja tegundirnar í sundur nema á veturna og fram á vor, ef það hefur blómstrað sumarið áður. Garðagullregnið er nánast alveg ófrjótt og myndar því ekki fræ eða mjög fáa fræbelgi. Fjallagullregnið er aftur á móti vel frjótt og myndar mikið magn fræbelgja sem hanga á trénu löngu eftir að það hefur losað sig við öll blöð. Myndin sem hér fylgir sýnir fjallagullregn við Ásveg á Akureyri. Enis og sjá má er það algerlega þakið af fræbelgjum.

Gleðilegt sumar!

237 views

Recent Posts

See All

Commenti


bottom of page